Rektor HÍ bjargað út um glugga

INNLENT  | 29. nóvember | 14:22 
Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands var bjargað út um glugga á 3. hæð aðalbyggingar Háskóla Íslands í dag og fluttur í körfubíl niður á jörð. Aðgerðin var hluti af björgunaræfingu í tilefni af eldvarnarátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands var bjargað út um glugga á 3. hæð aðalbyggingar Háskóla Íslands í dag og fluttur í körfubíl niður á jörð. Aðgerðin var hluti af björgunaræfingu í tilefni af eldvarnarátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. 

mbl.is var á staðnum og fylgdist með atburðarásinni.

Slökkviliðsmenn brýna fyrir almenningi að huga vel að eldvarnarmálum nú þegar jólin nálgast og fólk kveikir á kertum á heimilunum.

 

Þættir