Segir ákvörðun Trumps hættulega

ERLENT  | 6. desember | 7:22 
Ismail Han­iya, leiðtogi Ham­as á Gasa­strönd­inni, segir að ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að færa sendiráð Bandaríkjanna til Jerúsalem og viðurkenna að borgin verði höfuðborg Ísraels gæti orðið „hættuleg stigmögnun sem fer yfir öll mörk.“

Ismail Han­iya, leiðtogi Ham­as á Gasa­strönd­inni, segir að ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að færa sendiráð Bandaríkjanna til Jerúsalem og viðurkenna að borgin verði höfuðborg Ísraels gæti orðið „hættuleg stigmögnun sem fer yfir öll mörk.“

Trump ræddi við Mahmud Abbas, leiðtoga Palestínu, símleiðis í dag og tilkynnti hon­um að hann ætlaði sér að flytja banda­ríska sendi­ráðið til Jerúsalem frá Tel Aviv. 

Frétt mbl.is: Segist ætla að flytja sendiráðið

Bæði Ísra­el­ar og Palestínu­menn segja borg­ina sína höfuðborg. Orðróm­ur hef­ur verið um að Trump ætli sér að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els líkt og hann hét að gera í kosn­inga­bar­áttu sinni.

„Flutningur sendiráðsins til Jerúsalem er hættuleg stigmögnun og greiðir öfgasinnaðri stjórn Netanyahu leið til að koma á gyðingdómi í Jerúsalem,“ skrifar Haniya í bréfi til leiðtoga í Miðausturlöndum. Benjamin Netanyahu er forsætisráðherra Ísraels.

 

Samtök Palestínumanna hafa boðað til mótmæla í gamla borgarhluta Jerúsalem á morgun og hafa stjórnvöld í Washington varað Bandaríkjamenn við að vera þar á ferli.

Búist er við að Trump muni tilkynna ákvörðun sína á morgun, miðvikudag.  

 

Þættir