Rússar bannaðir frá vetrarólympíuleikunum

ÍÞRÓTTIR  | 6. desember | 7:22 
Alþjóðaólympíunefndin, IOC, úrskurðaði nú undir kvöld að rússneskir keppendur verði bannaðir frá keppni á vetrarólympíuleikunum sem fram fara í Pyeongchang í Suður-Kóreu á næsta ári.

Alþjóðaólympíunefndin, IOC, úrskurðaði nú undir kvöld að rússneskir keppendur verði bannaðir frá keppni á vetrarólympíuleikunum sem fram fara í Pyeongchang í Suður-Kóreu á næsta ári.

Er það gert vegna þess skipulega lyfjasvindls sem hefur verið í gangi í landinu, en íþróttamenn sem hafa ekki gerst brotlegir við lyfjalög geta þó keppt undir fána ólympíuhreyfingarinnar. Svipað var uppi á teningnum á sumarólympíuleikunum í Ríó í fyrra þegar engir Rússar fengu að keppa undir fána landsins í frjálsum íþróttum.

Eftir að vetrarólympíuleikarnir árið 2014 voru haldnir í Sotsjí í Rússlandi fór fram ítarleg rannsókn á skipulögðu lyfjasvindli rússneskra keppenda sem engan enda sér fyrir.

Auk keppnisbannsins þá er öllum embættismönnum frá ráðuneyti íþrótta í Rússlandi meinaður aðgangur að leikunum. Vitaly Mutko, sem var íþróttamálaráðherra á ÓL í Sotsjí árið 2014, fær svo lífstíðarbann frá aðkomu að öllum Ólympíuleikum.

Þættir