Ríflega hundrað ára gömul jólatré

INNLENT  | 7. desember | 15:38 
Ýmislegt var tínt til í því skyni að skreyta fyrir hátíðirnar áður fyrr. Silfraðar plastræmur, lyng og dagblöð voru á meðal þess sem fólk hengdi á trén sem voru smíðuð úr spýtum enda óx greni ekki villt hér á landi í þá tíð. Gömul jólatré eru nú til sýnis í Safnahúsinu.

Ýmislegt var tínt til í því skyni að skreyta fyrir hátíðirnar áður fyrr. Silfraðar plastræmur, lyng og dagblöð voru á meðal þess sem fólk hengdi á trén sem voru smíðuð úr spýtum enda óx greni ekki villt hér á landi í þá tíð og innflutningur þess var stopull.

Gömul jólatré eru nú til sýnis í Safnahúsinu og þau eru afar ólík því sem hefur tíðkast síðustu áratugi en íslenskt greni fór að koma á markað á áttunda áratugnum. Sum trjánna, sem öll eru í eigu Þjóðminjasafnsins, eru máluð en önnur eru með burstum á sem líktu eftir barri. 

mbl.is kíkti á gömlu trén í Safnahúsinu í Hverfisgötu.

Þættir