Allir sigrar eru stórir

ÍÞRÓTTIR  | 7. desember | 21:40 
Tómas Þórður Hilmarsson var kátur í leikslok eftir að Stjörnumenn höfðu sigur í Keflavík, 92:81, í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld.

Tómas Þórður Hilmarsson var kátur í leikslok eftir að Stjörnumenn höfðu sigur í Keflavík, 92:81, í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld.

Tómas sagði sigurinn mikilvægan fyrir sitt lið sem hefur farið brösuglega af stað í deildinni. Tómas sagði sína menn ekki hafa verið í vandræðum hingað til að skora heldur væri það frekar varnarleikurinn sem hefur verið að plaga liðið.

En hlutirnir gengu upp í kvöld og sigurinn kærkominn fyrir erfiðan leik í síðustu umferð fyrir jól gegn Tindastóli. Rætt er við Tómas í meðfylgjandi myndskeiði.

Stjarnan sótti sigur til Keflavíkur

Þættir