Bónorð og tenórar við skautasvellið

INNLENT  | 23. desember | 21:35 
Tenórarnir Kristján Jóhannsson, Elmar Gilbertsson og Jóhann Friðgeir Valdimarsson sungu inn jólin fyrir gesti og gangandi við skautasvellið á Ingólfstorgi í kvöld á Þorláksmessu. Uppákoma við skautasvellið þar sem maður nokkur skellti sér á skeljarnar og bað kærustunnar stal þó senunni.

Tenórarnir Kristján Jóhannsson, Elmar Gilbertsson og Jóhann Friðgeir Valdimarsson sungu  inn jólin fyrir gesti og gangandi við skautasvellið á Ingólfstorgi í kvöld á Þorláksmessu. Margmenni fylgdist með þeim og stemningunni í bænum, en uppákoma við skautasvellið þar sem maður nokkur skellti sér á skeljarnar og bað kærustunnar stal þó senunni.

Ólafur Hjálmarsson fékk að notast við míkrófón og bað kærustu sinnar, Söru Natöshu Hansen Baldvinsdóttur, í viðurvist mikils fjölda gesta miðbæjarins. Ekki stóð á svari og játaðist Sara Ólafi við fögnuð viðstaddra.

Þættir