Vígin eru nýjar kökur Landsbjargar

INNLENT  | 27. desember | 16:06 
Víg í öllum stærðum og gerðum eru nýjustu flugeldarnir hjá Landsbjörg í ár. Flugeldasölur Björgunarsveitanna opna í dag um allt land og er gert ráð fyrir að salan verði svipuð og undanfarin ár en hún er mikilvægasta fjáröflun sveitanna.

Víg í öllum stærðum og gerðum eru nýjustu flugeldarnir hjá Landsbjörg í ár. Flugeldasölur Björgunarsveitanna opna í dag um allt land og er gert ráð fyrir að salan verði svipuð og undanfarin ár en hún er mikilvægasta fjáröflun sveitanna.

mbl.is kíkti á Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík í gær þar sem sjálfboðaliðar unnu hörðum höndum að því að raða flugeldum í hillur.

Jónas Guðmundsson, sem hefur umsjón með sölu Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, segir að Vígin, sem eru skottertur, eigi eftir að gleðja landsmenn. „Það eru til alls konar víg sem eru bæði hávaðasöm, litrík í flottum kössum og hafa bara allt sem til þarf.“

Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn af Vígunum.

 

 

 

   

Þættir