Krókódílar í krapa - myndskeið

ERLENT  | 10. janúar | 6:17 
Krókódílar í fenjunum í Shallotte-árgarðinum í Norður-Karólínu eiga erfitt uppdráttar í kuldakastinu sem þar geisar. Íshröngl og klaki er í fenjunum og til að lifa af hreyfa þeir sig ekki úr stað og stinga trýninu upp úr krapanum.

Krókódílar í fenjunum í Shallotte-árgarðinum í Norður-Karólínu eiga erfitt uppdráttar í kuldakastinu sem þar geisar. Íshröngl og klaki er í fenjunum og til að lifa af hreyfa þeir sig ekki úr stað og stinga trýninu upp úr krapanum. 

Starfsmenn garðsins hafa birt nokkur myndskeið af þessu á YouTube. Í frétt Fox-sjónvarpsstöðvarinnar um málið segir að krókódílarnir séu ekki í lífshættu, um æðar þeirra renni kalt blóð og þeir geti stjórnað hitastigi skrokksins. 

Í kulda sem þessum fara þeir í ástand sem jafnast á við það þegar birnir leggjast í híði.

Sérfræðingar segja að krókódílar átti sig á í tíma þegar vatnið er við það að frjósa og bregði þá á það ráð að stinga trýninu upp úr vatninu.

Fleiri dýrategundir hafa átt í erfiðleikum í vetrarveðrinu sem nú ríkir í Bandaríkjunum. Þannig hafa skjaldbökur orðið stjarfar og eðlur hrunið eins og dauðar úr trjánum. Í Ástralíu, þar sem hitabylgja gengur yfir, er allt annað upp á teningnum. Þar hafa hundruð leðurblaka drepist og heili þeirra bókstaflega stiknað.

 

 

 

Þættir