Góður sigur í tvenndarleik

ÍÞRÓTTIR  | 26. janúar | 11:08 
Íslensku keppendurnir á Iceland International, badmintonmóti WOW Reykjavik International Games, unnu góða sigra í tvenndarleik í TBR-húsunum í morgun.

Íslensku keppendurnir á Iceland International, badmintonmóti WOW Reykjavik International Games, unnu góða sigra í tvenndarleik í TBR-húsunum í morgun. 

Margrét Jóhannsdóttir og Kristófer Darri Finnsson slógu út andstæðinga sína frá Tékklandi í æsispennandi leik 21-19 og 24-22. Síðustu stigin í leiknum má sjá á meðfylgjandi myndskeiði. Margrét og Kristófer mæta næst spænsku pari klukkan 16:35 í dag.

Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir unnu sömuleiðis sinn leik. Þau sigruðu lið frá Englandi 21-17 og 21-15 og mæta næst norsku pari klukkan 17:10.

Nú eru að hefjast einliðaleikir kvenna þar sem Ísland á þrjá fulltrúa.

Smellið hér til að skoða leiki dagsins í badminton.

Þættir