Þórunn og Arna sigruðu í oddalotu

ÍÞRÓTTIR  | 26. janúar | 16:04 
Þórunn Eylands og Arna Karen Jóhannsdóttir eru komnar áfram í aðra umferð tvíliðaleiks kvenna á Iceland International, badmintonkeppni WOW Reykjavik International Games. Leikurinn var jafn og spennandi

Þórunn Eylands og Arna Karen Jóhannsdóttir eru komnar áfram í aðra umferð tvíliðaleiks kvenna á Iceland International, badmintonkeppni WOW Reykjavik International Games. Fyrstu tvær loturnar voru jafnar og spennandi og þurfti að spila oddalotu til að knýja fram úrslit. Í oddalotunni voru þær Þórunn og Arna Karen með yfirhöndina og sigruðu 21-12. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá síðasta stigið í leiknum og fögnuð sigurvegaranna.

Tvö önnur íslensk pör eru komin áfram í tvíliðaleik kvenna, þær Sigríður Árnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir og Halla María Gústafsdóttir og Katrín Vala Einarsdóttir, en þær sátu hjá í fyrstu umferðinni. 

Næsta umferð í tvíliðaleik kvenna hefst klukkan 20 í TBR húsinu. Smellið hér til að fylgjast með gangi mála í badmintonkeppni Reykjavíkurleikanna.

 

Þættir