Margrét og Sigríður komnar áfram

ÍÞRÓTTIR  | 26. janúar | 21:28 
Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir eru komnar í átta liða úrslit í tvíliðaleik kvenna á Iceland International, badmintonkeppni WOW Reykjavik International Games.

Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir eru komnar í átta liða úrslit í tvíliðaleik kvenna á Iceland International, badmintonkeppni WOW Reykjavik International Games.

Þær léku æsispennandi leik í 16 liða úrslitum gegn Grace King og Hope Warner frá Englandi. Fyrstu lotuna sigruðu þær ensku 21-18 en næstu tvær tóku þær íslensku 21-17 og 21-17. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá síðasta stig leiksins og fögnuð íslensku stúlknanna að því loknu.

Í átta liða úrslitum mæta þær Margrét og Sigríður sænsku pari, Klara Johansson og Moa Sjoo. Leikurinn hefst klukkan 12:20 í TBR húsunum við Gnoðarvog.

Tvö önnur íslensk pör léku í 16 liða úrslitunum í tvíliðaleik kvenna en komust ekki áfram. Þórunn Eylands og Arna Karen Jóhannsdóttir voru þó ansi nálægt því, töpuðu gegn norsku pari í þremur lotum.

Tvö íslensk pör léku einnig í 16 liða úrslitunum í tvíliðaleik karla og voru nokkuð nálægt því að komast í átta liða úrslit. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson töpuðu 21-18 í oddalotu fyrir pari frá Indlandi og Kári Gunnarsson og Daníel Jóhannesson töpuðu fyrir dönsku pari 21-13 og 23-21.

Keppni í badminton heldur áfram á morgun laugardag klukkan 10:00.

Þættir