Ferðamenn á hættuslóðum við Gullfoss

INNLENT  | 28. janúar | 9:45 
Ferðamenn virtu viðvörunarskilti að vettugi við Gullfoss í gær þar sem varað er við hættulegum aðstæðum, eins og sjá má í myndbandi sem ökumaður hjá fyrirtækinu Grayline sem var staddur á svæðinu sendi mbl.is.

Ferðamenn virtu viðvörunarskilti að vettugi við Gullfoss í gær þar sem varað er við hættulegum aðstæðum, eins og sjá má í myndbandi sem ökumaður hjá fyrirtækinu Grayline sem var staddur á svæðinu sendi mbl.is.

Einn ferðamannanna hunsaði einnig viðvaranir ökumannsins, sem benti honum á hættuna á svæðinu vegna snjósins og hálkunnar sem þar er.

„Við stoppuðum þarna í eina klukkustund. Ég ákvað að stunda mína líkamsrækt með því að ganga upp og niður stigann fjórum sinnum,“ segir ökumaðurinn Petra Albrecht frá Hollandi, og á við stigann á milli neðra og efra svæðis við Gullfoss.

Hún segist hafa horft á ferðamennina virða viðvörunarskiltið að vettugi í um tuttugu mínútur áður en hún ákvað að taka upp myndbandið.

Þar má meðal annars sjá ferðamenn klifra yfir viðvörunarskiltið en sjón er sögu ríkari.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ferðamenn hunsa viðvaranir við Gullfoss.

Hætta á stórslysi við Gullfoss

 

Þættir