Eldur í húsi við Laugaveg

INNLENT  | 2. febrúar | 14:05 
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi á Laugaveginum nú eftir hádegi, en þykkan svartan reyk lagði þar frá. Að sögn slökkviliðsins hafði kviknaði í húsi sem að útigangsmenn hafa hafst til í og reyndust eldsupptökin í dýnu innandyra.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu  var kallað að húsi á Laugaveginum nú eftir hádegi, en þykkan svartan reyk lagði þar frá. Að sögn slökkviliðsins hafði kviknaði í húsi sem að útigangsmenn hafa hafst til í og reyndust eldsupptökin í dýnu þar innandyra.

Vel gekk að slökkva eldinn, en svartur reykurinn torveldaði slökkviliðsmönnum að leita af sér allan grun um að fólk væri í húsinu. Það reyndist þó vera mannlaust.

Slökkviliðið hélt því næst að Bryggjunni á Grandagarði þar sem tilkynnt hafði verið um eld í fólksbíl.

Þættir