Þrír með 300 leik

ÍÞRÓTTIR  | 3. febrúar | 14:40 
Í hádeginu í dag lauk forkeppninni í keilu á Reykjavíkurleikunum. Alls tóku 63 keppendur þátt í forkeppninni í ár, 20 konur og 43 karlar. Spila þurfti 224 í meðaltal í 6 leikjum í forkeppninni til að komast í gegnum niðurskurðinn.

Í hádeginu í dag lauk forkeppninni í keilu á Reykjavíkurleikunum. Alls tóku 63 keppendur þátt í forkeppninni í ár, 20 konur og 43 karlar. Spila þurfti 224 í meðaltal í 6 leikjum í forkeppninni til að komast í gegnum niðurskurðinn. 24 efstu keilararnir í forkeppninni fara í útsláttarkeppni sem hefst klukkan 10:00 á morgun sunnudag þar sem leikið er maður á mann, sigra þarf tvær viðureignir til að komast áfram.  

Lokastaða forkeppninnar er þannig að Daninn Jesper Agerbo, heimsmeistari einstaklinga 2016, er í efsta sæti með 1.553 pinna eða 258,8 í meðaltal. Í öðru sæti er Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR en hann spilaði sig í dag upp í annað sæti með 1.525 seríu eða 254,2 í meðaltal. Í þriðja sæti er svo Arnar Sæbergsson sem sigraði mótið í fyrra með 1.481 seríu eða 246,8 í meðaltal. Efst kvenna varð Ástrós Pétursdóttir úr ÍR með 1.313 pinna eða 218,8 í meðaltal. Sjá nánar á vef Keiludeildar ÍR.

Andrés Páll Júlíusson úr ÍR náði í dag fullkomnum leik eða 300 pinnum og eru því 300 leikirnir í keilukeppninni í ár orðir samtals 3 en þeir voru 2 í fyrra. Andrés spilaði einn þeirra þá og kann því greinilega vel við sig á Reykjavíkurleikunum. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá þegar Andrés kláraði 300 pinna og fagnaði vel.

Sjá einnig - Herra 300 á meðal keppenda

Sjá einnig - Gústaf með fullkominn leik

Sjá einnig - Annar fullkominn leikur

Þættir