79 ára Carolina Herrera kvaddi í New York

SMARTLAND  | 14. febrúar | 14:13 
Fatahönnuðurinn Caroline Herrera hefur klætt konurnar í hvíta húsinu allt frá Jackie Kennedy til Michelle Obama. Nú hyggst fatahönnuðurinn stíga til hliðar.

Fatahönnuðurinn Carolina Herrera sýndi sína síðustu línu sem listrænn stjórnandi tískuhúss síns á tískuvikunni í New York í vikunni. Í síðustu viku var tilkynnt að Herrera myndi stíga til hliðar og Wes Gordon sagður taka við af henni. 

Herrera er þekkt fyrir fágaðan klæðnað og hefur lengi verið í uppáhaldi hja konunum í Hvíta húsinu, allt frá Jackie Kennedy til Michelle Obama. Hún er líka í uppáhaldi hjá forsetadótturinni Ivönku Trump. 

Herrera er frá Venesúela en fékk snemma að kynnast lúxusmerkjum líkt og því sem hún seinna stofnaði í New York. Fyrsta tískulínuna sendi hún frá sér árið 1980. 

 

Þættir