Leikskólastelpur á leið á HM

INNLENT  | 1. mars | 17:12 
Í apríl heldur lítill hópur stúlkna af leikskólanum Laufásborg til Albaníu þar sem þær munu tefla á HM grunnskóla í skák. Þetta er í fyrsta skipti sem hópur frá skólanum fer á mótið en er afrakstur af tíu ára þróun á skákkennslu við skólann undir leiðsögn Omars Salama.

Í apríl heldur lítill hópur stúlkna af leikskólanum Laufásborg til Albaníu þar sem þær munu tefla á HM grunnskóla í skák. Þetta er í fyrsta skipti sem hópur frá skólanum fer á mótið en er afrakstur af tíu ára þróun á skákkennslu  við skólann undir leiðsögn Omars Salama. 

Stelpurnar eru fjórar talsins og fara ásamt foreldrum sínum og Omari á mótið þar sem krakkar frá löndum á borð við Bandaríkjunum, Rússlandi, Tyrklandi, S-Afríku og Brasilíu munu etja kappi í skák.

Omar flutti til landsins árið 2006 og ætti að vera skákáhugafólki vel kunnur en hann er varaformaður Skáksambandsins. mbl.is kíkti í heimsókn á Laufásborg í síðustu viku og heilsaði upp á stúlkurnar sem eru mjög áhugasamar um skáklistina. 

Þættir