Kisurnar trekkja að á kaffihúsið

INNLENT  | 6. mars | 18:30 
Frjálslegri reglur um dýrahald hafa breytt miklu að undanförnu. Ein nýjungin er Kattakaffihúsið sem opnaði í síðustu viku en þar fá kisur sem eru í leit að nýju heimili samastað en einnig næga athygli sem þær kunna vel að meta.

Frjálslegri reglur um dýrahald hafa breytt miklu að undanförnu. Ein nýjungin er Kattakaffihúsið sem opnaði í síðustu viku en þar fá kisur sem eru í leit að nýju heimili samastað en einnig næga athygli sem þær kunna vel að meta.  

Þær Gígja Sara Björnsson og Ragnheiður Birgisdóttir eru eigendur Kattakaffihússins sem hefur vakið mikla lukku en þar var fullsetið þegar mbl.is kíkti í heimsókn í vikunni. Þær segja kettina vekja mikla lukku og að gestirnir kunni vel að meta félagsskap ferfætlinganna. 

Reglurnar í samskiptum við þau Fabio og Rósalind eru einfaldar: Það má ekki taka kisurnar upp og ekki vekja þær.    

Þættir