„Þetta var skrítið“

ÍÞRÓTTIR  | 10. mars | 19:15 
Róbert Aron Hostert varð í dag bikarmeistari með ÍBV í annað sinn en mótherjinn í þetta skiptið var uppeldisfélag hans Fram. Róbert viðurkenndi við mbl.is að það hafi verið undarleg staða fyrir hann.

Róbert Aron Hostert varð í dag bikarmeistari með ÍBV í annað sinn en mótherjinn í þetta skiptið var uppeldisfélag hans Fram. Róbert viðurkenndi við mbl.is að það hafi verið undarleg staða fyrir hann. 

„Já þetta var skrítið. Það er orðið langt síðan ég var í Fram og ég hef oft spilað á móti þeim. Ég hef verið áður í bikarúrslitum með Fram og tapaði. Þetta var skrítið enda hafði ég hægt um mig. Ég er í ÍBV núna og það var geggjað að vinna með þessu fólki,“ sagði Róbert þegar mbl.is tók hann tali í Laugardalshöllinni eftir að bikarinn fór á loft. 

Viðtalið við Róbert í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

„Þetta eru forréttindi“

„Ég er virkilega stoltur“

Fyrsti bikarmeistaratitill Arnars

Þættir