Þurfum að hysja upp um okkur

ÍÞRÓTTIR  | 3. apríl | 21:55 
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ekkert að fara í kringum hlutina í samtali við mbl.is eftir 88:77-tap gegn Val í úrslitakeppninni Íslandsmóts kvenna í körfubolta í kvöld.

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ekkert að fara í kringum hlutina í samtali við mbl.is eftir 88:77-tap gegn Val í úrslitakeppninni Íslandsmóts kvenna í körfubolta í kvöld.

Sverrir sagði Val einfaldlega hafa verið betri þetta kvöldið og sigrað verðskuldað. Sverrir sagði sitt lið hafa hitt illa úr fríum skotum.

Hann sagði að lítið framlag frá Brittney Dinkins eigi ekki að verða liðinu falli og gaf í skyn að aðrir leikmenn ættu þá að taka við keflinu. 

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. 

Þættir