Rannsókn brunans er í fullum gangi

INNLENT  | 10. apríl | 12:50 
Tæknideild Lögreglunnar er að rannsaka brunann að Miðhrauni 4 að sögn Skúla Jónssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Lögreglan segist þó ekki tilbúin að gefa neitt út um tildrög brunans á þessu stigi.

Tæknideild Lögreglunnar er að rannsaka brunann að Miðhrauni 4 að sögn Skúla Jónssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Lögreglan segist þó ekki tilbúin að gefa neitt út um tildrög brunans á þessu stigi.

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir afskipti slökkviliðsins af brunasvæðinu lítil, „en við komum við til þess að slökkva í glæðum sem uppgötvast þegar lögreglan er að skoða sig um vegna rannsóknarinnar.“

„Við erum akkúrat að fara yfir sögu hússins með byggingafulltrúanum í Garðabæ,“ segir slökkviliðsstjórinn, spurður um brunakerfi og ástand byggingarinnar fyrir eldsupptök.

Þættir