„Þetta breytir öllu“

INNLENT  | 11. apríl | 14:22 
„Þetta breytir öllu, við vorum að fara í fjórar sundlaugar víðsvegar um bæinn,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir aðstoðarskólastjóri Klettaskóla um nýja sundlaug og nýjan íþróttasal sem skólinn fékk formlega afhent í dag. mbl.is skoðaði nýju aðstöðuna sem er hin glæsilegasta.

„Þetta breytir öllu, við vorum að fara í fjórar sundlaugar víðsvegar um bæinn,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir aðstoðarskólastjóri Klettaskóla um nýja sundlaug og nýjan íþróttasal sem skólinn fékk formlega afhent í dag. mbl.is skoðað nýju aðstöðuna sem er hin glæsilegasta og þýðir það að börnin þurfa að eyða mun minni tíma í ferðalögum um bæinn.

Kostnaður við framkvæmdirnar er um þrír milljarðar króna. Íþróttafélegið Ösp fær einnig að nýta aðstöðuna og mun gjörbylta starfi félagsins að sögn Ólafs Ólafssonar formanns félagsins. Það var því mikil gleðistund í Öskjuhlíðinni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

 

 

Þættir