„Okkur gengur vel“

INNLENT  | 12. apríl | 17:18 
„Það er alveg smá mál en okkur gengur vel,“ segir Hildur Anna Geirsdóttir um verkefni sem hún vinnur að ásamt öðrum krökkum á unglingastigi í Kópavogi. Verkefnið er þróun á forriti fyrir snjalltæki sem kynnir íslenska myndlist fyrir fólki og sérstaklega yngstu kynslóðinni.

„Það er alveg smá mál en okkur gengur vel,“ segir Hildur Anna Geirsdóttir um verkefni sem hún vinnur að ásamt öðrum krökkum á unglingastigi í Kópavogi. Verkefnið er þróun á forriti fyrir snjalltæki sem kynnir íslenska myndlist fyrir fólki og sérstaklega yngstu kynslóðinni. 

Ingibjörg Hannesdóttir, kennari í Smáraskóla, hefur leitt verkefnið Appmótun: Tæknilæsi, myndlæsi og menningarlæsi í vetur. Nemendur úr öllum skólum Kópavogs hafa unnið að verkefninu og fengið leiðsögn ýmissa sérfræðinga. Verkefnið var kynnt á uppskeruhátíð spjaldtölvuverkefnis í Kópavogi í dag en þar hefur umfangsmikil spjaldtölvuvæðing farið fram á síðastliðnum fjórum árum.

mbl.is var á staðnum og ræddi við krakkana en þau vonast til að appið verði tilbúið í vor.

Frétt mbl.is: Spjaldtölvurnar komnar til að vera

Þættir