Hafnartorg óðum að taka á sig mynd

INNLENT  | 16. apríl | 16:08 
Hafnartorg í miðborginni er óðum að taka á sig mynd. Húsin sjö eru langt komin en munu verða opnuð í þremur áföngum en heildarverkefninu á að vera lokið að fullu í lok árs. Þá er grunnurinn að Marriott-hótelinu við hlið Hörpu farinn að rísa.

Hafnartorg í miðborginni er óðum að taka á sig mynd. Húsin sjö eru langt komin en munu verða opnuð í þremur áföngum en heildarverkefninu á að vera lokið að fullu í lok árs. Þá er grunnurinn að Marriott-hótelinu við hlið Hörpu farinn að rísa en áætlað er að það verði tilbúið á fyrri hluta næsta árs.

Hafnartorgi á að vera lokið að fullu í lok árs. Fyrstu íbúðirnar ættu að verða tilbúnar í sumar en alls verða þær 76 talsins. Á fyrstu hæðum húsanna verður verslunar- og atvinnuhúsnæði en í kjallara verða um 1.200 bílastæði.

mbl.is kíkti á stöðu framkvæmdanna í dag.

 

Þættir