Nýtt myndskeið úr Vargi

FÓLKIÐ  | 20. April | 17:10 
Í byrjun næsta mánaðar verður spennumyndin Vargur frumsýnd, en það er fyrsta kvik­mynd­in í fullri lengd í leik­stjórn Bark­ar Sigþórs­son­ar. Sjá má nýjasta myndskeið úr myndinni í fréttinni.

Í byrjun næsta mánaðar verður spennumyndin Vargur frumsýnd, en það er fyrsta kvik­mynd­in í fullri lengd í leik­stjórn Bark­ar Sigþórs­son­ar. Hann hef­ur hingað til meðal ann­ars verið einn af leik­stjór­um Ófærðar og stutt­mynda, sem og sjón­varps­efnis í Bretlandi.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá eitt af hasaratriðum myndarinnar og ljóst er nóg verður um hasar í myndinni. Fáum við þar meðal annars að sjá alla aðalleikara myndarinnar bregða fyrir.

Með aðal­hlut­verk fara þeir Gísli Örn Garðars­son og Baltas­ar Breki Sam­per, en þeir leika bræður sem báðir eru í bráðum fjár­hags­vanda, af ólík­um ástæðum þó.  Ann­ar þarf að koma sér und­an hand­rukk­ur­um vegna fíkni­efna­skuld­ar, en hinn hef­ur dregið sér fé á vinnustað til að fjár­magna dýr­an lífs­stíl. Sam­an ákveða þeir að grípa til ólög­legra aðgerða til að koma sér á rétt­an kjöl.

Aðal­kven­hlut­verk­in eru síðan í hönd­um tveggja er­lendra leik­kvenna. Pólska leik­kon­an Anna Próchniak leik­ur burðardýr bræðranna og danska leik­kon­an Marij­ana Jan­kovic leik­ur rann­sókn­ar­lög­reglu­konu, en þess má geta að hún lét ekki nýtt tungu­mál vefjast fyr­ir sér og tal­ar ís­lensku í mynd­inni.

Fram­leiðend­ur eru RVK Studi­os og Baltas­ar Kor­mák­ur, en Baltas­ar Breki, einn aðalleik­ari mynd­ar­inn­ar er ein­mitt son­ur hans. SENA sér um dreif­ingu mynd­ar­inn­ar hér á landi, en hún verður frum­sýnd 4. maí. 

Þættir