Plokkæðið heldur áfram

INNLENT  | 23. apríl | 15:14 
Svo virðist sem plokk-æði hafi gripið um sig á meðal landsmanna. Fólk hefur verið duglegt við að plokka og tína rusl í umhverfinu í kringum sig enda er ekki vanþörf á að sögn þeirra sem þekkja til í þessum málum. Í dag tóku á milli 200-300 manns þátt í slíkri hreinsun í Grafarholti.

Svo virðist sem plokk-æði hafi gripið um sig á meðal landsmanna. Fólk hefur verið duglegt við að plokka og tína rusl í umhverfinu í kringum sig enda er ekki vanþörf á að sögn þeirra sem þekkja til í þessum málum. Í dag tóku á milli 200-300 manns þátt í slíkri hreinsun í Grafarholti.

„Ég var orðin hálf þunglynd að mæta í vinnuna af því að það var eins og urðunarstöð hérna í kring,“ segir Sophie Jensen starfsmaður Matís sem átti frumkvæðið að deginum. Fólk sem starfar í húsnæðinu við Vínlandsleið 12-16 tók þátt og gekk um nágrennið með ruslatínur að vopni.

Þeim innan handar var Tómas Knútsson stofnandi Bláa hersins en það eru frjáls félagasamtök sem hreinsa upp sorp í víðavangi, við strandir og í höfnum. Hann segir gott að slík vakning sé farin af stað þar sem ástandið sé sérstaklega slæmt þessa dagana, Mikið rusl sé sýnilegt.

mbl.is fylgdist með hreinsunarstarfinu í Grafarholti í dag.

 

Þættir