Mikið verk fyrir höndum í Perlunni

INNLENT  | 25. apríl | 12:58 
Slökkviliðsmenn vinna nú að frágangi í Perlunni eftir að eldur kom upp í húsinu síðdegis í gær. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði er mikið verk eftir óunnið.

Slökkviliðsmenn vinna nú að frágangi í Perlunni eftir að eldur kom upp í húsinu síðdegis í gær. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði er mikið verk eftir óunnið.

Tæknideild lögreglu og fulltrúar tryggingafélaga hófu rannsókn á brunanum þegar slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt. Talið er að elds­upp­tök megi rekja til iðnaðarmanna sem voru að störf­um við tank­inn.

Perlan verður ekki opnuð í dag vegna þess að það þarf að losa vatn og reykræsta. 

Gunn­ar Gunn­ars­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Perlu norðurs­ins, segir að tjón á sýningum fyrirtæksins sem sett­ar höfðu verið upp í Perlunni sé minna en ótt­ast var í fyrstu.

 

Þættir