„Líður miklu betur í dag en í gær“

INNLENT  | 25. apríl | 18:54 
Betur fór en á horfðist í brunanum í Perlunni í gær en útlitið var um tíma svart þar sem glæsilegar og dýrar sýningar í húsinu hefðu getað gjöreyðilagst. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins, var að útbúa boðskort í opnun á nýrri og glæsilegri náttúrusýningu þegar eldurinn kom upp.

Betur fór en á horfðist í brunanum í Perlunni í gær en útlitið var um tíma svart þar sem glæsilegar og dýrar sýningar í húsinu hefðu getað gjöreyðilagst. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins, var að útbúa boðskort í opnun á nýrri og glæsilegri náttúrusýningu þegar eldurinn kom upp. 

„Það eru ekki margir dagar í mínu lífi sem mér hefur liðið eins illa og í gær,“ segir Gunnar sem hefur unnið að verkefninu í þrjú og hálft ár. Hann segir þó að vel hafi gengið að hreinsa húsið og að lyktin hafa batnað til muna frá því í gær en stefnt er á opnunina snemma í maí. „Þannig að mér líður miklu betur í dag en í gær,“ segir Gunnar og hlær í samtali við mbl.is sem skoðaði aðstæður í Perlunni í dag. 

 

Þættir