Deyjandi svanurinn að málverki

INNLENT  | 27. apríl | 11:00 
„Dansinn er list augnabliksins, maður dansar og svo verður það að minningu. Okkur langaði til að skoða hvort maður gæti á einhvern hátt gert þessa hreyfingu varanlega,“ segir dansarinn og danshöfundurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir um verkefni hennar og myndlistarmannsins Helga Más Kristinssonar.

„Dansinn er list augnabliksins, maður dansar og svo verður það að minningu. Okkur langaði til að skoða hvort maður gæti á einhvern hátt gert þessa hreyfingu varanlega,“ segir dansarinn og danshöfundurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir um verkefni hennar og myndlistarmannsins Helga Más Kristinssonar sem er orðið að sýningunni Hamskipti sem nú er sýnd í Gallerí Listamönnum í Skúlagötu. 

Þau notuðu ýmsar aðferðir við að skrásetja hreyfinguna í dansinum og m.a. dansaði Sigga Soffía klassíska verkið Deyjandi Svanurinn með málningu á balletsskónum á striga. Ég hitti þau Siggu Soffíu og Helga Má í í Skúlagötunni í vikunni.

Þættir