Stoltur af sigri gegn sterku liði

ÍÞRÓTTIR  | 7. maí | 23:50 
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, var stoltur af sínu liði í kvöld og ánægður að sjálfsögðu með sigur sinna manna gegn Keflvíkingum, 2:0, þegar liðin mættust í Pepsideild karla í knattspyrnu á Nettóvellinum í Keflavík.

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, var stoltur af sínu liði í kvöld og ánægður að sjálfsögðu með sigur sinna manna gegn Keflvíkingum, 2:0, þegar liðin mættust í Pepsideild karla í knattspyrnu á Nettóvellinum í Keflavík. 

Óli sagðist ánægður að koma á erfiðan útivöll gegn sterku liði og hirða þrjú stig.  Óli sagðist einnig ánægður með að tengja saman tvær góðar frammistöður síns liðs en þrátt fyrir tap gegn FH í fyrstu umferð var hann nokkuð sáttur með byrjun mótsins. 

Viðtalið í heild má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Þættir