Settu heimsmet í handstöðu

INNLENT  | 17. May | 21:40 
607 manns komu saman í Laugardalshöll í kvöld á vegum Fimleikasambands Íslands og stóð saman, á höndum, í tilefni af 50 ára afmæli sambandsins. Með uppátækinu var sett nýtt heimsmet í handstöðu hvað fjölda fólks varðar.

607 manns komu saman í Laugardalshöll í kvöld á vegum Fimleikasambands Íslands og stóð saman, á höndum, í tilefni af 50 ára afmæli sambandsins. Með uppátækinu var sett nýtt heimsmet í handstöðu hvað fjölda fólks varðar.

„Þetta var svo gaman, þetta var hinn fullkomni fimleikadagur fyrir sambandið,“segir Sól­veig Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Fim­leika­sam­bands­ins. 

Sam­bandið hafði sam­band við Guinn­ess World Records og búist er við að metið verði staðfest von bráðar. Myndskeið af metinu má sjá hér að ofan.  

„Við settum okkur markmið um samvinnu og samstöðu á afmælisárinu og í kvöld sýndum við í verki hvað við erum samstíga í þessari hreyfingu,“ segir Sólveig. Auk þeirra 600 sem settu metið var fjöldi fólks saman kominn í höllinni til að fylgjast með. „Það voru allir svo peppaðir og glaðir,“ segir Sólveig.

Tækifærið var einnig nýtt til að skrifa und­ir samn­ing með Degi B. Eggerts­syni borg­ar­stjóra vegna EuroGym sem haldið verður í Laug­ar­daln­um árið 2020 en þar koma sam­an fjög­ur til fimm þúsund ung­menni á aldr­in­um 13-18 ára, sem stunda fim­leika á sín­um for­send­um en þar er áhersl­an á sýn­ing­ar og smiðjur en ekki keppni.

 

Þættir