Kate Spade látin 55 ára að aldri

VIÐSKIPTI  | 6. June | 9:07 
Hönnuðurinn Kate Spade, sem er eitt stærsta nafnið í bandarískum tískuheimi, fannst látin á heimili sínu í New York í gær. Hún var 55 ára gömul.

Hönnuðurinn Kate Spade, sem er eitt stærsta nafnið í bandarískum tískuheimi, fannst látin á heimili sínu í New York í gær. Hún var 55 ára gömul. Talsmaður lögreglunnar staðfestir við fjölmiðla að Spade hafi framið sjálfsvíg.

Spade er sennilega þekktust fyrir handtöskur sem hún hannaði. Heimildir AFP fréttastofunnar herma að hún hafi skilið eftir kveðjubréf í íbúð sinni við Park Avenue.

Ættingjar hennar segja í yfirlýsingu að þeir séu miður sín vegna harmleiksins sem átti sér stað og þeir munu sakna hennar mikið. Óska þeir þess að fá frið fyrir ágangi næstu daga.Spade lætur eftir sig eiginmann og dóttur á unglingsaldri.

 

Fjölmargir minnast Spade enda einn helsti hönnuður Bandaríkjanna. Spade, sem er frá Missouri, starfaði fyrst sem blaðamaður hjá Mademoiselle tímaritinu en setti sína fyrstu tískulínu á markað árið 1993. Eiginmaður hennar, Andy og fleiri fjárfestar komu að verkefninu.

Val hennar á björtum og litum er eitt af því sem vakti athygli og fangaði áhuga margra kvenna í viðskiptalífinu. Í fyrstu seldi hún framleiðslu sína í nokkrum verslunum í New York en hún opnaði sína fyrstu verslun í Soho-hverfinu í New York árið 1996.

Frægasta hönnun hennar, handtaskan Sam, svört handtaska af milli stærð sló gjörsamlega í gegn en taskan var sett á markað að nýju fyrr á árinu í fleiri gerðum og litum.Spade var einnig þekkt fyrir skóhönnun sína.

 

Árið 1999 seldi Spade Neiman Marcus keðjunni hlut í vörumerki sínu á 34 milljónir Bandaríkjadala, 3,6 milljarða króna. Síðar seldi NM vörumerkið til Liz Claiborne.

Fyrir rúmum áratug seldi Spade það sem eftir stóð af hlut sínum í fyrirtækju á 59 milljónir Bandaríkjadala, 6,2 milljarða króna, og kom því ekki lengur beint að rekstri fyrirtækisins sem ber hennar nafn.

Í fyrra keypti Coach Kate Spade vörumerkið á 2,4 milljarða Bandaríkjadala, 254 milljarða króna. 

Umfjöllun BBC

Þættir