Ég var áhyggjufullur

ÍÞRÓTTIR  | 11. júní | 9:10 
Birkir Bjarnason gat ekki tekið þátt í æfingu landsliðsins í Gelendzhik í Rússlandi í gær vegna meiðsla en síðhærði Akureyringurinn er greinilega búinn að hrista þau af sér því hann var mættur á æfingu í dag.

Birkir Bjarnason gat ekki tekið þátt í æfingu landsliðsins í Gelendzhik í Rússlandi í gær vegna meiðsla en síðhærði Akureyringurinn er greinilega búinn að hrista þau af sér því hann var mættur á æfingu í dag.

„Ég fékk kipp í rassvöðvann í leiknum á móti Gana. Ég fór í myndatöku og þetta á að vera allt í lagi,“ sagði Birkir í samtali við mbl.is í dag. Spurður hvort hann hafi orðið áhyggjufullur þegar hann fann fyrir meiðslunum sagði Birkir;

„Já ég var það enda ekki gaman að finna svona rétt fyrir HM en þetta lítur betur út núna.

Spennan er búin að vera lengi hjá okkur fyrir þessum fyrsta leik á HM. Við mætum frábæru liði í fyrsta leik og ég held að það sé bara gott fyrir okkur að mæta þeim í fyrsta leiknum.  Við vitum að Messi getur gert ýmislegt en við verðum bara að spila okkar leik og vera þéttir fyrir. Við verðum að reyna að stoppa þá alla því þeir eru allir frábærir. Argentína er eitt af þeim liðum sem getur farið alla leið,“ sagði Birkir en sjá má allt viðtalið við hann í myndspilaranum hér að ofan.

Þættir