„Snilld að hjóla í þessu veðri“

INNLENT  | 28. June | 10:08 
Frábært veður hefur sannarlega sett svip sinn á WOW Cyclothon-hjólreiðakeppnina í ár en fyrir utan nokkra rigningardropa í byrjun keppninnar hafa hjólreiðamennirnir fengið dýrindisveður, stillt og bjart í nótt en hlýtt og sólríkt í dag.

Frábært veður hefur sannarlega sett svip sinn á WOW Cyclothon-hjólreiðakeppnina í ár en fyrir utan nokkra rigningardropa í byrjun keppninnar hafa hjólreiðamennirnir fengið dýrindisveður, stillt og bjart í nótt en hlýtt og sólríkt í dag. 

Það kom því lítið á óvart að þau Benedikt Skúlason og Steinunn Erla Thorlacius, liðsmenn í liði Jáverks, hafi strax nefnt frábært veður þegar blaðamaður tók þau tali á Akureyri í morgun um hvernig keppnin hefði gengið til þessa.

„Þetta er algjör veisla í þessu veðri, við komum mjög vel undan nóttinni,“ sagði Benedikt í samtali við mbl.is. Hann er að hjóla í sinni fjórðu keppni en Steinunn í sinni þriðju. 

Þau segja gengi liðsins hafa verið vonum framan. Voru þau meðal tíu efstu liðanna í blönduðum flokki tíu manna liða þegar þau lentu á Akureyri og þau ætluðu ekki að missa sæti sitt meðal þeirra efstu. „Við þurfum að pumpa í dekkin og leggja í hann,“ sögðu þau á hlaupum og ruku af stað.

Þættir