Bak við tjöldin með Ólafi Darra og Ilmi

FÓLKIÐ  | 28. júní | 14:40 
Leikararnir Ólafur Darri Ólafsson og Ilmur Kristjánsdóttir segjast hafa verið að bíða eftir áhættusenu í Ófærð. Þau fengu að reyna sig á slíkum leik á dögunum.

Í síðustu viku frumsýndi Íslandsbanki skemmtilega kynningarherferð fyrir næsta Reykjarvíkurmaraþon Íslandsbanka og áheitasöfnunina sem helst í hendur við keppnina. Í auglýsingunni sjást íslenskir leikarar „á hlaupum“ við hinar ýmsu aðstæður en stundum segja leikarar og meira í gamni en alvöru að þeir hlaupi eiginlega aldrei nema í vinnunni. Í myndskeiðinu hér að ofan gefur að sjá myndbrot af því þegar Mbl.is fékk að líta á bak við tjöldin við tökurnar á auglýsingaherferðinni. 

Auglýsingin er einskonar röð sviðsmynda úr ýmiskonar bíómyndum, hasar, hryllings, framatíðar og rómantískra svo eitthvað sé nefnt. Hugmyndin að þessari nálgun kemur frá Ólafi Darra Ólafssyni og Ilmi Kristjánsdóttur en eins og þau segja sjálf þá sé þetta ágætis tilbreyting til dæmis við löggurnar sem þau leiki í Ófærð sem séu svona heldur rólegri í tíðinni en margir kollegar þeirra til dæmis í bandarískum bíómyndum. 

Enginn leikaranna fær greitt fyrir þátttöku í auglýsingunni eða verkefninu sem slíku en Íslandsbanki heitir á góðgerðarfélögin sem þau hlaupa fyrir. Þá tekur Íslandsbanki á sig allan umsýslukostnað af áheitasöfnun allra hlaupararanna í ár og þar með talið leikarahópsins. Þannig er tryggt að hver eins og einasta króna skilar sér beint til viðkomandi málefnis

Þættir