Team Sensa fyrstir í WOW Cyclothon

INNLENT  | 29. júní | 9:16 
Team Sensa sigruðu í flokki tíu manna liða í WOW Cyclothon en þeir komu í mark rétt fyrir klukkan sex í morgun á tímanum 34:54:30. Í öðru sæti varð Team Skoda á tímanum 35:06:03 og Team TRI í þriðja á tímanum 35:12:02.

Team Sensa sigruðu í flokki tíu manna liða í WOW Cyclothon en þeir komu í mark rétt fyrir klukkan sex í morgun á tímanum 34:54:30. Í öðru sæti varð Team Skoda á tímanum 35:06:03 og Team TRI í þriðja á tímanum 35:12:02.

 

Sensa-menn höfðu forskot á TRI og Team Skoda frá því rétt eftir Vík í Mýrdal og héldu þeir forskotinu síðan. Hermann Jóhannesson, einn liðsmanna Team Sensa, var að vonum ánægður með árangurinn þegar mbl.is tók hann tali eftir að liðið kom í mark. Sagði hann að seinni nóttin sé alltaf erfiðust í þessari keppni, og það hafi tekið sérstaklega á eftir að liðið keyrði á fjórum til sex mönnum eftir að það tók forskot frá Vík.

Þættir