Sleipnir flaug í gegnum skoðun

INNLENT  | 13. júlí | 20:40 
Kappakstursbíll Team Sleipnir, liðs Háskólans í Reykjavík í Formula Stúdent, stóðst í dag allar kröfur til að mega taka þátt í aksturshluta keppninnar um helgina. Yfir áttatíu háskólar frá öllum heimshlutum taka þátt í Formula Student en þar þurfa nemendur að smíða kappakstursbíl frá grunni.

Kappakstursbíll Team Sleipnir, liðs Háskólans í Reykjavík í Formula Stúdent, stóðst í dag allar kröfur til að mega taka þátt í aksturshluta keppninnar um helgina. Yfir áttatíu háskólar frá öllum heimshlutum taka þátt í Formula Student en þar þurfa nemendur að smíða kappakstursbíl frá grunni.  

Allir bílarnir þurfa hins vegar að standast ítarlega skoðun áður en þeim er hleypt í aksturshlutann, þar sem er meðal annars tekinn spyrnutími og ekið á hluta af Silverstone Formúlu 1 kappakstursbrautinni í Bretlandi. 

 

Lið Háskólans í Reykjavík hefur nú tekið þátt í keppninni þrisvar og hefur bíll liðsins alltaf komist í gegnum skoðunarferlið. Slíkt er ekki sjálfgefið og sitja mörg lið eftir með sárt ennið og bílinn inní bílskúr í lok helgarinnar.

Meðal þeirra skilyrða sem bíll Sleipnis þurfti að uppfylla var öryggispróf, hemlunarpróf, hávaðaskoðun og veltipróf. Í meðfylgjandi myndskeiði hér að ofan má sjá Sigurð Jóhann Jóhannsson, nema í vélaverkfræði við HR, aka bílnum í gegnum hemlunarprófið.  

Hemlunarprófið var síðasta próf dagsins og flaug bíllinn í gegn í annarri tilraun við mikinn fögnuð liðsmanna. Liðinu gafst hins vegar ekki tími til að fagna þar sem kynning á hönnun bílsins fyrir sérstökum dómurum fór fram stuttu seinna. Síðar um daginn fór einnig fram kostnaðarkynning þar sem liðsmenn þurftu að kynna kostnað á framleiðslu bílsins sem og kostnaðaráætlun fyrir fjöldaframleiðslu.

Mun liðið setja ný dekk undir bílinn í fyrramálið áður en hann fer svo á Silverstone-brautina.  Hægt er að fylgjast með liðinu á morgun á Snapchat @Team.Sleipnir og Instagram @Teamsleipnir

 

Tilt ✅

A post shared by Team Sleipnir (@teamsleipnir) on Jul 13, 2018 at 7:38am PDT

 

 

Þættir