Ekkert svigrúm til að jafna sig á Carnoustie

ÍÞRÓTTIR  | 20. júlí | 20:30 
„Ekki er hægt að standa á neinu æfingasvæði og undirbúa sig undir þetta,“ sagði Haraldur Franklín Magnús úr GR um upplifun sína af því að spila á Opna breska meistaramótinu, The Open Championship, fyrstur Íslendinga. Haraldur er úr leik eftir að hafa spilað á 72 og 78 höggum.

„Ekki er hægt að standa á neinu æfingasvæði og undirbúa sig undir þetta,“ sagði Haraldur Franklín Magnús úr GR um upplifun sína af því að spila á Opna breska meistaramótinu, The Open Championship, fyrstur Íslendinga. Haraldur er úr leik eftir að hafa spilað á 72 og 78 höggum. 

„Ég gerði mér kannski ekki alveg grein fyrir því hvað þetta er stressandi. Það fara margar hugsanir í gegnum mann sérstaklega í byrjun hringsins. Ég var kannski búinn að grafa mig í smá holu báða dagana. Mér tókst að koma til baka í gær en það gekk ekki í dag,“ sagði Haraldur en í báðum tilfellum lék hann fyrri níu holurnar á fjórum yfir pari. Í gær komst hann í stuð og fékk fimm fugla á seinni níu holunum og lagaði þá stöðuna svo um munaði. Í dag voru sveiflurnar of miklar enda refsar Carnoustie-völlurinn grimmilega fyrir mistök sem í fyrstu geta virkað smávægileg. 

„Ef eitthvað klikkar þá kemur ekki þægileg hola til að jafna sig aðeins. Þetta heldur bara áfram,“ sagði Haraldur um glímuna við Carnoustie en viðtalið í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Haraldur úr leik

Þættir