Frumvarpi um fóstureyðingar hafnað

ERLENT  | 10. ágúst | 6:38 
Þingmenn í Argentínu hafa hafnað frumvarpi sem heimilað hefði fóstureyðingar á fyrstu fjórtán vikum meðgöngu. Atkvæðagreiðsla um málið fór fram í öldungadeild þingsins í nótt og greiddu 38 þingmenn atkvæði gegn því en 31 með.

Þingmenn í Argentínu hafa hafnað frumvarpi sem heimilað hefði fóstureyðingar á fyrstu fjórtán vikum meðgöngu. Atkvæðagreiðsla um málið fór fram í öldungadeild þingsins í nótt og greiddu 38 þingmenn atkvæði gegn því en 31 með. Niðurstaðan þýðir að málið verður ekki tekið fyrir að nýju fyrr en á næsta ári. Til málamiðlunar hafði verið lagt til að fóstureyðingar yrðu bannaðar eftir tólftu viku meðgöngu en sú tillaga var felld. 

Fóst­ur­eyðing­ar eru aðeins leyfðar í Arg­entínu ef þung­un­in er af­leiðing nauðgun­ar, ef lífi móður er ógnað og ef fóstrið er með fötl­un. Þannig er því einnig farið í mörg­um öðrum lönd­um Suður-Am­er­íku.

Frumvarpið hafði í júní verið samþykkt með naumum meirihluta. 

Stuðningsmenn frumvarpsins sem og andstæðingar þess hópuðust saman fyrir utan þinghúsið í nótt að íslenskum tíma á meðan atkvæðagreiðslan fór fram. 

„Það sem þessi atkvæðagreiðsla sýnir er að Argentína er enn land sem hefur fjölskyldugildi í heiðri,“ segir einn andstæðingur frumvarpsins í samtali við Reuters-fréttastofuna.

Stuðningsmenn frumvarpsins, sem hafa staðið fyrir fjölmennum stuðningsfundum um allt landið síðustu vikur, voru gríðarlega vonsviknir með niðurstöðuna í öldungadeildinni. Þeir hafa í áraraðir barist fyrir rýmkun á fóstureyðingalöggjöfinni og fengu byr undir báða vængi nýverið er hinn íhaldssami forseti landsins, Mauricio Macri, bað þingheim að taka málið til skoðunar. 

Mann­rétt­inda­sam­tök telja að um 500 þúsund ólög­leg­ar fóst­ur­eyðing­ar séu framkvæmdar í Arg­entínu ár hvert. Um 100 kon­ur lát­ist ár­lega af þeim sök­um.

Þættir