Aron aðeins skrefi á eftir

ÍÞRÓTTIR  | 28. September | 11:30 
Aron Kevinsson tók þátt í sínum fyrsta áhugamannabardaga í MMA á Caged Steel mótinu í Doncaster á Englandi 16. júlí þegar hann mætti Andy Green sem var líka að þreyta frumraun sína.

Aron Kevinsson tók þátt í sínum fyrsta áhugamannabardaga í MMA á Caged Steel mótinu í Doncaster á Englandi 16. júlí þegar hann mætti Andy Green sem var líka að þreyta frumraun sína.

Bardaginn var jafn og sýndu báðir kapparnir flott tilþrif en Green tókst að gera nóg til að vera skrefinu á undan í augum dómaranna. Eftir þrjár lotur var því tap eftir dómaraúrskurð staðreynd. Mikil og góð reynsla fyrir Aron sem sýndi flotta takta og getur gengið sáttur frá borði eftir sína frammistöðu.

Þættir