Þorgrímur krækti í titil

ÍÞRÓTTIR  | 28. September | 11:23 
Þorgrímur Þórarinsson barðist gegn Matty „The Hammer" Hodgson um millivigtartitil áhugamanna í MMA á Caged Steel mótinu í Doncaster á Englandi 16. júlí, en Þorgrímur var fyrir veltivigtarmeistari samtakanna og var því að færa sig upp um þyngdarflokk.

Þorgrímur Þórarinsson barðist gegn Matty „The Hammer" Hodgson um millivigtartitil áhugamanna í MMA á Caged Steel mótinu í Doncaster á Englandi 16. júlí, en Þorgrímur var fyrir veltivigtarmeistari samtakanna og var því að færa sig upp um þyngdarflokk.

Bardaginn var heldur einsleitur og fór að mestu leyti fram upp við búrið þar sem Þorgrímur hélt Englendingnum, sem átti fá svör. Hodgson varðist fellutilraunum Þorgríms vel en náði sjaldan að komast frá búrinu, þar sem hann kýs að standa og fleygja þungum höggum. Sigur eftir einróma dómaraúrskurð varð því staðreynd. Þorgrímur flaug heim með tvö belti og bros á vör.

Þættir