Getur ekki unnið stærri sigur í dómsal

INNLENT  | 27. September | 16:22 
„Ég get sagt að þetta hafi ekki komið mér sérstaklega á óvart enda er niðurstaðan í samræmi við kröfurnar sem ég gerði,“ sagði Davíð Þór Björgvinsson saksóknari eftir að allir dóm­felldu í Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­inu voru sýknaðir í dag.

„Ég get sagt að þetta hafi ekki komið mér sérstaklega á óvart enda er niðurstaðan í samræmi við kröfurnar sem ég gerði,“ sagði Davíð Þór Björgvinsson saksóknari eftir að allir dóm­felldu í Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­inu sem fengu mál sín end­urupp­tek­in fyr­ir Hæsta­rétti fyrr í mánuðinum voru í dag sýknaðir, 38 árum eft­ir að þeir voru sak­felld­ir af sama dóm­stóli.

„Eins og ég sagði í ræðu minni þegar verið var að flytja málið; sakaður maður getur ekki unnið stærri sigur í dómsal en að vera sýknaður,“ sagði Davíð.

Nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndskeiði.

 

Þættir