Línudans við Dettifoss

INNLENT  | 27. September | 19:10 
Tveir franskir ofurhugar og einn Breti dönsuðu á línu yfir Jökulsá á Fjöllum rétt neðan við Dettifoss í gær og fyrradag. Þeir eru hluti af frönskum fjöllistahópi sem stundar það að ganga eftir línu víða um heim.

Tveir franskir ofurhugar og einn Breti dönsuðu á línu yfir Jökulsá á Fjöllum rétt neðan við Dettifoss í gær og fyrradag. Þeir eru hluti af frönskum fjöllistahópi sem stundar það að ganga eftir línu víða um heim.

Greint var frá línudansi ofurhuganna á vefsíðunni 641.is.

„Sumt fólk var smeykt en flestir voru áhugasamir og spenntir,“ sagði Bjarni Karlsson, landvörður í Jökulsárgljúfrum, um athæfið. Mennirnir gengu á línunni, sem er 270 metra löng, í um hundrað metra hæð yfir Dettifossi.

 

Hann sagði línudansinn ekki hættulegri en klettaklifur í öryggisbúnaði eða annað slíkt og að mennirnir væru fagmenn í því sem þeir gerðu.

Hæðin vekur ugg hjá ýmsum, en þetta er enginn glæfraskapur eða fífldirfska, langt því frá.

Þættir