Æfingadagurinn á einni mínútu (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 16. október | 19:30 
Landsliðin fjögur sem taka þátt í Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum sem hefst í Lissabon í Portúgal á morgun eru í óða önn að leggja lokahönd á undirbúning sinn. Blandað lið unglinga og stúlknalandsliðið æfðu af krafti í dag en þau taka þátt í undankeppninni síðdegis á morgun og annað kvöld.

Landsliðin fjögur sem taka þátt í Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum sem hefst í Lissabon í Portúgal á morgun eru í óða önn að leggja lokahönd á undirbúning sinn. Blandað lið unglinga og stúlknalandsliðið æfðu af krafti í dag en þau taka þátt í undankeppninni síðdegis á morgun og annað kvöld.

Steinunn Anna Svansdóttir og Kristinn Arason fylgdu liðunum eftir í dag við æfingar og Steinunn setti saman meðfylgjandi myndskeið af æfingadeginum hjá blandaða unglingaliðinu. Æfingin stóð yfir á þriðju klukkustund en Steinunn Anna hefur pakkað deginum saman í eina mínútu.

Þættir