10 milljarðar af akstri ferðamanna

INNLENT  | 2. nóvember | 16:02 
Erlendir ferðamenn óku um 640 milljón km í bílaleigubílum hérlendis í fyrra. Sé miðað við að bensínlítrinn hafi kostað í kringum 200 kr. og eyðslu nálægt 8 lítrum á hverja 100 km má reikna með að það hafi skilað um 10 milljörðum króna í þjóðarbúið. Þetta kom fram á ráðstefnu Vegagerðarinnar í dag.

Erlendir ferðamenn óku um 640 milljón km í bílaleigubílum hérlendis í fyrra. Sé miðað við að bensínlítrinn hafi kostað í kringum 200 kr. og eyðslu nálægt 8 lítrum á hverja 100 km má reikna með að það hafi skilað um 10 milljörðum króna í þjóðarbúið. Þetta kom fram á ráðstefnu Vegagerðarinnar í dag.

Þetta var á meðal niðurstaðna í rannsóknum sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar gerði. Rögnvaldur Guðmundsson, eigandi fyrirtækisins, flutti erindi á ráðstefnu Vegagerðarinnar í dag en það hefur unnið greiningarvinnu fyrir Vegagerðina. 

Hann segir upphæðina vera umhugsunarverða bæði með tilliti til þess hversu hátt hlutfall rennur í samgöngubætur en einnig þegar rætt er um frekari skattlagningu á erlenda ferðamenn. 

mbl.is ræddi við Rögnvald í dag en hann segir að um 60% ferðamanna sem komu hingað til lands í fyrra hafi leigt bílaleigubíl sem sé umtalsverð hækkun frá fyrri árum.

Hér má finna niðurstöður rannsóknarinnar á vef Vegagerðarinnar.

Þættir