Ekki ráðist í aðgerðir að svo stöddu

INNLENT  | 3. nóvember | 10:05 
Ekki þykir ráðlegt að ráðast í neinar aðgerðir á vettvangi í Helguvík, þar sem flutningaskipið Fjordvik strandaði í nótt, eins og staðan er núna, vegna slæmra veðuraðstæðna.

Ekki þykir ráðlegt að ráðast í neinar aðgerðir á vettvangi í Helguvík, þar sem flutningaskipið Fjordvik strandaði í nótt, eins og staðan er núna. Mjög slæmar veðuraðstæður eru á svæðinu.

Sjór líklega komist í vélarrúmið

Ákvörðun um frekari aðgerðir verður því tekin síðar í dag. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Fundur fulltrúa Landhelgisgæslunnar, lögreglu, Samgöngustofu, almannavarna, Umhverfisstofnunar og fleiri aðila, sem hófst klukkan átta í morgun, stendur enn yfir.

Hafa eftirlit með skipinu

 

Fimmtán manns var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt, en neyðarkall barst frá skipinu klukkan 00:50. Aðgerðir þyrlunnar voru teknar upp á myndskeið sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Aðstæður á vettvangi eru mjög erfiðar, veður slæmt og skipið lemst við stórgrýttan hafnargarðinn.

Þættir