Hjólað til minningar um Eggert

INNLENT  | 6. November | 14:06 
Fyrir réttu ári síðan lést Eggert Þorfinnsson í slysi á Sæbraut þar sem hann hjólaði við hvert tækifæri. Í dag komu börn hans, ættingjar og vinir saman við Kirkjusand og hjóluðu stuttan spöl til að minnast Eggerts og vekja athygli á öryggi hjólreiðafólks í umferðinni.

Fyrir réttu ári síðan lést Eggert Þorfinnsson í slysi á Sæbraut þar sem hann hjólaði við hvert tækifæri. Í dag komu börn hans, ættingjar og vinir saman við Kirkjusand og hjóluðu stuttan spöl til að minnast Eggerts og vekja athygli á öryggi hjólreiðafólks í umferðinni.

Sigurður Jónas Eggertsson, sonur Eggerts og hjólreiðamaður, segir föður sinn hafa byrjað að hjóla eftir að hann hætti á sjó og að hjólreiðarnar hefðu verið stór partur af lífi hans síðustu 20 árin. Hann segir jafnframt að margt megi gera betur varðandi öryggi hjólreiðafólks í umferðinni.

Í tillögum að umferðarlögum er gert ráð fyrir að hjólreiðamenn séu hægra megin á akreinum en því er Sigurður Jónas ósammála. „Þeir sjást ekki eins vel og ef þeir myndu vera á miðri akrein,“ segir Sigur Jónas. Af því skapist líka hætta á að -kumenn taki fram úr hjólreiðafólki þegar ekki sé nægt pláss til þess.

mbl.is var við Kirkjusand í hádeginu þar sem fólk hjólaði saman í minningu Eggerts.

Þættir