Bibi enn í Pakistan

ERLENT  | 8. nóvember | 7:15 
Asia Bibi, pakistönsk kona, sem hefur verið á dauðadeild í átta ár sökuð um guðlast er laus úr fangelsi en hún er enn í Pakistan, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Bibi var sýknuð í síðustu viku og hefur niðurstöðunni verið mótmælt á götum úti víða í landinu.

Asia Bibi, pakistönsk kona, sem hefur verið á dauðadeild í átta ár sökuð um guðlast er laus úr fangelsi en hún er enn í Pakistan, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Bibi var sýknuð í síðustu viku og hefur niðurstöðunni verið mótmælt á götum úti víða í landinu.

Asia Bibi, sem er kristin fimm barna móðir, var dæmd til dauða fyr­ir guðlast þegar hún lenti í rifr­ildi við konu sem er íslamtrúar vegna vatns­skál­ar. Dómurinn féll árið 2010. 

Bibi var sýknuð af dauðadómi fyrir rúmri viku en hún var ekki látin laus fyrr en í gærkvöldi þar sem ekki þótti óhætt að láta hana lausa. Stjórnvöld hafa reynt að komast að samkomulagi við öfgahópa sem hafa krafist þess að hún verði tekin tafarlaust af lífi.

Von er á fjölmennum mótmælum í Karachi í dag og er talið að fólk muni fjölmenna vegna lausnar hennar úr fangelsi. Líkt og kom fram á mbl.is í gærkvöldi staðfestir lögmaður hennar að hún hafi verið látin laus en segist ekki vita hvar hún er. Henni hafi verið komið um borð í flugvél og enginn viti hver ákvörðunarstaðurinn er. 

Frétt mbl.is

Talsmaður utanríkisráðuneytisins, Muhammad Faisal, segir í samtali við AFP-fréttastofuna í dag að hún sé enn í Pakistan og þetta staðfesta heimildir AFP innan úr leyniþjónustu landsins. 

„Asia Bibi hefur yfirgefið fangelsið og hefur verið flutt á öruggan stað,“ skrifar Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, á Twitter. 

Frétt mbl.is

Frétt mbl.is

 

Þættir