Bannað að koma í Hvíta húsið

ERLENT  | 8. nóvember | 5:59 
Fréttamanni CNN sem lenti saman við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, hefur verið bannað að koma þangað. Um tímabundið bann er að ræða. Trump lýsti fréttamanninum sem óvini fólksins.

Fréttamanni CNN sem lenti saman við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, hefur verið bannað að koma þangað. Um tímabundið bann er að ræða. Trump lýsti fréttamanninum sem óvini fólksins.

Trump gat ekki leynt reiði sinni í garð Jim Acosta á blaðamannafundinum í gær. Sagði forsetinn hann vera dónalega og hræðilega manneskju eftir að Acosta hlýddi ekki forsetanum. Trump hafði fyrirskipað Acosta að setjast niður og gefa orðið laust.   

Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Sarah Sanders, segir á Twitter að Hvíta húsið hafi lokað fyrir aðgang fréttamanns tímabundið. Í kjölfarið skrifaði Acosta á Twitter að honum hafi verið meinaður aðgangur að Hvíta húsinu.

Frétt mbl.is

 

 

Þættir