Fá ekki að sækja um hæli

ERLENT  | 9. November | 6:15 
Flóttafólk sem kemur til Bandaríkjanna um landamærin í suðri getur ekki lengur sótt um hæli í landinu þegar nýjar reglur taka gildi.

Flóttafólk sem kemur til Bandaríkjanna um landamærin í suðri getur ekki lengur sótt um hæli í landinu þegar nýjar reglur taka gildi. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá dómsmála- og heimavarnarráðuneytinu og er þeim ætlað að koma í veg fyrir að þeir sem koma ólöglega inn í landið geti fengið þar hæli.

Í tilkynningunni segir að það sé þjóðarhagur að forsetinn geti með þessu stöðvað þjóðflutninga. Eitt helsta kosningamál Donalds Trump í þingkosningunum nú í vikunni voru málefni innflytjenda.

Trump fyrirskipaði hernum nýverið að taka sér stöðu á landamærunum og lýsti því yfir að flóttafólkið, sem er að koma frá ríkjum Mið-Ameríku, væri innrás.

Í sameiginlegri yfirlýsingu ráðuneytanna segir að forsetinn hafi vald til þess að vísa öllum útlendingum frá og setja hvað reglur sem er ef þeir eru taldir skaðlegir þjóðarhag samkvæmt lögum um innflytjendur. 

Frétt BBC

 

Þættir