Losaði hreinsunarbílinn við húsið

INNLENT  | 9. nóvember | 11:28 
Húsráðanda í Eikjuvogi 29 brá í brún í gær þegar starfsmaður á vegum Reykjavíkurborgar tók að losa vatn úr hreinsunarbílnum fyrir utan húsið. Myndskeið af losuninni hefur ferðast hratt á netinu og þykir fólki aðfarirnar athyglisverðar.

Húsráðanda í Eikjuvogi 29 brá í brún í gær þegar starfsmaður á vegum Reykjavíkurborgar tók að losa vatn úr hreinsunarbílnum fyrir utan húsið. Myndskeið af losuninni hefur ferðast hratt á netinu og þykir fólki aðfarirnar athyglisverðar en húsráðandinn segir mikinn óþrifnað hafa fylgt losuninni.

Það var Anna Sigríður Garðarsdóttir sem setti myndskeiðið inn á Facebook í gærkvöldi og síðan þá hafa þrettán þúsund manns séð það. Reykjavíkurborg virðist hafa fengið veður af myndskeiðinu og í ummælum við færsluna kemur fram að annar hreinsunarbíll hafi komið í morgun og hreinsað upp eftir hinn hreinsunarbílinn.

 

 

 Þættir